Breytum því hvernig
lögmenn starfa.

aDoc_view_3_IS.png
 Með Justikal eru gögn réttarvörslukerfisins aðgengileg mismunandi aðilum á öruggan og rekjanlegan hátt. Með rafrænum traustþjónustum er hægt að veita aðilum betra aðgengi að gögnum sem auka gagnsæi og yfirsýn. Með Justikal er hægt að stytta málsmeðferðartíma og auka afkastagetu dómstóla og annarra stofnana með tilheyrandi sparnaði.

Rafræn málaskrá

Justikal heldur utan um öll mál sem notandi er tengdur við og eru skráð í Justikal. Auðvelt er að fylgjast með stöðu dómsmála. 

Aðgengi að Justikal

Justikal er aðgengilegt dómurum, lögmönnum, málsaðilum og öðrum aðilum sem þurfa að hafa aðgang að viðkomandi máli. Dómstólinn stjórnar og veitir mismunandi aðgengi til mismunandi aðila. 

Justikal - email.png

Sjálfvirkar tilkynningar

Notendur í kerfinu geta fengið sendar tilkynningar með tölvupósti þegar eitthvað breytist í málum sem þeir hafa aðgang að t.d. þegar lögmaður gagnaðila sendir inn nýtt skjal, nýr aðili fær aðgang að málinu o.s.frv. Til að komast inn í Justikal þurfa notendur að innskrá sig með fullgildum rafrænum skilríkjum.

Justikal gerir dómstólum kleift að taka á móti, sannreyna og varðveita rafrænt undirrituð gögn. Unnt er að sannreyna hver hefur undirritað gögnin og staðfesta heilleika þeirra, þ.e. hvort þeim hafi verið breytt eftir undirritun. 

Meðhöndlun gagna með rafrænum undirskriftum

Tímastimplar og innsigli skjala

Við móttöku dómskjala eru gögn innsigluð með rafrænu innsigli (e. eSeal). Innsiglið inniheldur fullgildan tímastimpil sem staðfestir með traustum hætti tíma framlagningar skjals. 

Doc_view_3_IS.png
Justikal audit trail.png

Nákvæm atburðaskrá

Atburðaskrá gerir aðilum mála kleift að sjá alla atburði í virkum dómsmálum og hvaða notendur framkvæmdu viðeigandi aðgerðir. Atburðarskráin eykur gagnsæi og öryggi við rekstur dómsmála.