Stafrænt réttarkerfi 

 
Justikal gerir kleift að gagnaframlagning og meðferð dómsmála geti farið fram með stafrænum hætti með traustþjónustum sem tryggja öryggi og uppfylla allar kröfu reglugerðar nr. 910/2014/ESB (eIDAS).
Helsta markmiðið er að gera vinnsluna skilvirkari, stytta málsmeðferðartíma, fækka óþarfa ferðum, lækka kostnað við rekstur dómsmála og bæta opinbera þjónustu. 

Justikal styrkt af Tækniþróunarsjóð 2018

Justikal hlaut í júní 2018 styrk frá Tækniþróunarsjóði í styrkflokknum vöxt til að þróa kerfi sem gerir dómstólum kleift að meðhöndla dómsskjöl með rafrænum hætti.

Rafrænt réttarkerfi

Justikal uppfyllir allar kröfur íslenskra laga og Evrópureglugerðar nr. 910/2014 til þess að geta séð um gagnaframlagningu og vinnslu dómsmála með rafrænum hætti.

Meðhöndlun málsgagna

Rafræn innsigli málsgagna tryggja að ekki sé hægt að breyta innihaldi framlagðra skjala sem hafa verið innsigluð með rafrænum skilríkjum dómstólsins. Rafræna innsiglið inniheldur fullgildan tímastimpil sem staðfestir tíma móttökutíma málsgagna.

aaDoc_view_3_IS.png
Byggjum á traustþjónustum Dokobit
Uppfyllum allar kröfur eIDAS

Justikal uppfyllir allar kröfur Evrópureglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS) fyrir rafrænar traustþjónustur. 

  • Auðkenning notenda byggir á fullgildum rafrænum skilríkjum sem hafa hæsta fullvissustig.

  • Öll skjöl sem eru varðveitt eru innsigluð (e. eSeal) með innsigli dómstólsins sem tryggir að ekki sé hægt að breyta skjalinu.

  • Öll innsigli innihalda fullgildan tímastimpil (e. qualified time stamp) sem sýnir hvenær skjalið var sent inn.

Justikal byggir kerfi sitt á traustþjónustum frá Dokobit sem er leiðandi aðili í lausnum fyrir rafrænar traustþjónustur í Evrópu. Dokobit hefur hlotið ISO 27001 vottun fyrir upplýsingaöryggi. Frekari upplýsingar má finna á www.dokobit.is

Rafræn málaskrá

Justikal heldur utan um öll mál sem notandi er tengdur við og eru skráð í Justikal. Auðvelt er að fylgjast með stöðu dómsmála og fá yfirlit yfir dómsmál. 

Aðgengi að Justikal

Justikal er aðgengilegt dómurum, lögmönnum, málsaðilum, auk aðstoðarmanna dómara og lögmanna. Dómstólinn stjórnar og veitir mismunandi aðgengi til mismunandi aðila. Bæði lögmenn og dómarar geta stofnað ný mál.

Rafrænar tilkynningar

Notendur í kerfinu geta fengið sendar tilkynningar með tölvupósti eða sms skilaboðum þegar eitthvað breytist í máli sem þeir hafa aðgang að t.d. þegar lögmaður gagnaðila sendir inn nýtt skjal, dómari sendir aðilum skilaboð um breyttan tíma þinghalds o.s.frv. Til að komast inn í Justikal þurfa notendur að innskrá sig með fullgildum rafrænum skilríkjum.

Justikal gerir dómstólum kleift að taka á móti, sannreyna og varðveita rafrænt undirrituð gögn. Unnt er að sannreyna hver hefur undirritað gögnin og staðfesta heilleika þeirra, þ.e. hvort þeim hafi verið breytt eftir undirritun. 

Meðhöndlun gagna með rafrænum undirskriftum

Tímastimplar og innsigli skjala

Við móttöku dómskjala eru gögn innsigluð með rafrænu innsigli (e. eSeal) frá viðkomandi dómstól. Innsiglið inniheldur fullgildan tímastimpil sem staðfestir með traustum hætti tíma framlagningar dómskjals. 

Doc_view_3_IS.png

Nákvæm atburðaskrá skjals

Atburðaskrá skjals gefur aðilum færi á að sjá með nákvæmum hætti hvernig viðkomandi skjal hefur verið meðhöndlað, t.d. hver lagði skjalið fram, klukkan hvað skjalið var lagt fram, hverjir hafa opnað skjalið o.s.frv.

Um Justikal ehf.

Justikal ehf. var stofnað á árinu 2017 til þess að halda utan um áframhaldandi þróun á rafrænu málaskráningarkerfi fyrir dómstóla. Lausnin notar rafrænar traustþjónustur frá Dokobit sem uppfyllir alla kröfur Evrópureglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS). Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Justikal Margrét Anna Einarsdóttir hdl. 

Margrét Anna Einarsdóttir
m   +354 868 4165
e    mae@justikal.com

Komdu í lið með okkur

Við erum alltaf að leita að snjöllum einstaklingum sem hafa ástríðu fyrir að búa til hugbúnað sem einfaldar líf fólks og það elskar þess vegna að nota. Í augnarblikinu erum við að sérstaklega að leita að tveimur einstaklingum. Ef þú ert rétti maðurinn sendu okkur þá endilega línu og ferilskrá á netfangið mae@justikal.com

  • QA specialist - Við erum að leita að sérfræðingi í prófunum og gæðamálum (QA engineer) til að skrifa sjálfvirkar prófanir og viðhalda gæðum í lausnunum okkar. Gæðastjórinn þarf að hafa öguð vinnubrögð, framúrskarandi ensku kunnáttu og sér um að skrifa og keyra prófanir, skrá niður villur og samþykkja/hafna verkþáttum frá hugbúnaðarteymi til að tryggja gæðin í lausnunum okkar. 

  • Product owner - Við erum að leita að reyndum vörustóra til að stjórna Agile teymi hugbúnaðarfólks. Teymið vinnur frá tveimur starfsstöðvum og krest þess vegna að viðkomandi starfsmaður ferðist til að hitta teymið uþb. einu sinni í hverjum mánuði. Viðkomandi þarf að sjá um samskipti og greina kröfur notenda, skrá notendasögur, forgangsraða verkefnalista og sjá um verkefnastjórn hjá afkastamiklu þróunarteymi. Reynsla af sambærilegu starfi er ákjósanleg og framúrskarandi ensku kunnátta.

 

Hafa samband

Skilaboð send! Við munum svara þér eins fljótt og hægt er.

Sími: 868 4165

Akralind 3
203 Kópavogur