Persónuverndarstefna

Skilmálar eru gefnir út þann 3. janúar 2021 og gilda frá þeim degi.

Justikal er umhugað um öryggi og persónuvernd gagna sem félagið meðhöndlar hverju sinni, hvort heldur sem er í hlutverki ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila. Persónuverndarstefnan gildir um allar persónuupplýsingar sem við vinnum, óháð því á hvaða miðli upplýsingarnar eru geymdar og óháð því hvort þær tengjast starfsmönnum, verktökum, birgjum, viðskiptavinum eða öðrum skráðum einstaklingum.

1. Ábyrgðar- og vinnsluaðili

Justikal ehf. kt. 600617-1410, hér eftir nefnt Justikal eða Fyrirtækið, vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem fyrirtækið safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Justikal hefur aðsetur að Akralind 3, 201 Kópavogi, og er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru fyrirtækinu. Hægt er senda skriflega fyrirspurn til fyrirtækisins um meðferð persónuupplýsinga á netfangið info@justikal.com

2. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

 

Justikal safnar upplýsingum um starfsmenn, viðskiptavini, notendur og birgja sem fyrirtækinu er skylt að varðveita í samræmi við lög og reglur, samninga, samþykki hins skráða eða vegna annarra lögmætra hagsmuna ábyrgðaraðila. 

 

Við söfnum mismunandi upplýsingum til að geta veitt áreiðanlega og örugga Þjónustu.

 

2.1 Upplýsingar um þinn aðgang/reikning. Þegar þú notar Þjónustuna og í einhvern tíma eftir að þú hættir að nota hana ef þú vilt aftur fá aðgang að Þjónustunni. Þetta eru upplýsingar sem tengjast aðgangi þínum eins og nafn, kennitala, tölvupóstfang, farsímanúmer, heimilisfang, upplýsingar greiðslumáta eins og kredit korts og/eða aðrar greiðsluupplýsingar. Við söfnum þessum upplýsingum vegna viðskiptasamninga, lagalegrar skyldu okkar og til að leysa úr ágreiningi ef til hans kemur. Samkvæmt persónuverndarlögum telst Justikal ábyrgðaraðili þessara upplýsinga.

2.2 Þín skjöl (skjöl sem notandi hleður upp).  Til þess að geta boðið upp á Þjónustuna, þá vistum við, vinnum og sendum gögnin sem þú hleður í Þjónustuna og upplýsingar tengdum þeim sem þú sendir í Þjónustunni. Samkvæmt persónuverndarlögum telst Justikal vinnsluaðili þessara upplýsinga.

2.3 Upplýsingar um þína notkun. Við getum safnað upplýsingum sem tengjast því hvernig þú notar Þjónustuna. Þessar upplýsingar geta t.d. verið IP slóð, hverskonar vafri er notaður og hvaða eiginleika þú notar í Þjónustunni. Justikal áskilur sér rétt að vinna með tölfræðilegar upplýsingar sem safnast saman vegna notkunar á Þjónustunni, til áframhaldandi vöruþróunar og/eða til þess að bæta virkni Þjónustunnar. Ef við þurfum að vinna með upplýsingar notenda, þá munum við nota gögnin á því formi að þau eru ekki rekjanleg til persónu. Samkvæmt persónuverndarlögum telst Justikal ábyrgðaraðili þessara upplýsinga.

2.4 Aðrar upplýsingar.  Við getum safnað upplýsingum sem tengjast þér persónulega frá þriðja aðila sem við vinnum náið með (t.d.  traustþjónustuveitandi, verktakar, greiðslukortafyrirtæki o.s.frv.) Notandi getur jafnframt látið af hendi persónuupplýsingar með óbeinum hætti, t.d. um IP-tölu, hvernig hann auðkennir sig og hvenær hann sækir Þjónustuna þar sem vefkökur eru notaðar og aðgerðaskráning fer fram. Upplýsingarnar eru varðveittar í þágu rekjanleika og öryggismála. Við munum tryggja að meðferð þessara upplýsinga sé í samræmi við Persónuverndarstefnu okkar. Samkvæmt persónuverndarlögum telst Justikal ábyrgðaraðili þessara upplýsinga.

Vinnsla og meðferð allra persónuupplýsinga fer fram innan evrópska efnahagssvæðisins (EU/EEA).

3. Aðgangur að þínum upplýsingum

 

Við miðlum persónuupplýsingum aðeins til þriðja aðila í þeim tilgangi að veita þjónustu sem Justikal byggir á. Að því marki sem nauðsynlegt er til að framfylgja samningsskyldum okkar við þig, hafa starfsmenn Justikal aðgang að persónuupplýsingum. Auk þess hafa þjónustuaðilar Justikal, sem vinna persónuupplýsingar í okkar þágu, aðgang að persónuupplýsingum.

Við deilum persónuupplýsingum um þig til þriðja aðila einungis ef eitthvað af eftirfarandi á við:

3.1. Með þínu samþykki. Við munum einungis deila persónuupplýsingum þegar við höfum þitt samþykki.

 

3.2 Vinnsla utanaðkomandi. Við getum deilt persónuupplýsingum til viðskiptaaðila okkar vegna vinnslu upplýsinganna fyrir okkur, þá byggt á okkar fyrirmælum og í samræmi við Persónuverndarstefnu þessa.

 

3.3 Lögleg beiðni. Við getum deilt persónuupplýsingum þegar við erum í góðri trú um að aðgangur, notkun, varðveisla eða upplýsingagjöf sé nauðsynleg til að:

 

3.3.1 til að uppfylla lög, reglugerðir, kröfu dómstóls eða kröfu stjórnvalda,

 

3.3.2 efna skilmálana, þar með talið vegna gruns um mögulegs brot þeirra,

 

3.3.3 til að hindra fyrirsjáanlegt tjón á rétti okkar, eignarrétti, öryggi okkar, öryggi notenda,  almanna öryggi eða eins og heimilt er samkvæmt lögum.

 

3.4 Upplýsingar greiðslu. Við getum deilt og/eða sent persónuupplýsingar ef Justikal verður aðili að samruna, yfirtöku, endurskipulagninu, sölu eigna eða gjaldþrota.

4. Öryggi persónuupplýsinga

Justikal leggur ríka áherslu á öryggi við vinnslu persónuupplýsinga. Justikal stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna, þjónustu- og samstarfsaðila og viðskiptavina. Þagnarskylda hvílir á öllum starfsmönnum Justikal sem undirritað hafa trúnaðaryfirlýsingu þess efnis.

 

Ráðstafanir Justikal til að tryggja öryggi eru fólgnar í:

 

4.1 innleiðingu tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana sem ætlað er að tryggja viðvarandi trúnað, uppitíma, rekstraröryggi og álagsþol vinnslukerfa og þjónustu,

 

4.2 stýringu aðgengis einstaklinga að starfstöð okkar og öryggisvörslu,

 

4.3 stýringu aðgengis starfsmanna og annarra að kerfum sem hafa að geyma persónuupplýsingar,

 

4.4 að tryggja að þjónustuaðilar okkar sem hafa aðgang að persónuupplýsingum notenda, hafi gert viðeigandi verndarráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga.

 

Komi upp öryggisbrestur við meðferð persónuupplýsinga þar sem staðfest er eða grunur leikur á um að persónuupplýsingar hafi komist í hendur óviðkomandi aðila er Persónuvernd og eftir atvikum einstaklingum tilkynnt um öryggisbrest.

5. Tími varðveislu upplýsinga

Gögn eru geymd eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslu, nema þegar lög og reglur kveða á um lengri geymslutíma.

 

Ákveðir þú t.d. að eyða aðgangi þínum í Þjónustunni munum við geyma persónuupplýsingar þínar í 30 daga til viðbótar vegna þess möguleika að þú ákveðir að endurstofna aðganginn, en að þeim tíma liðnum eyðum við persónuupplýsingum þínum.

6. Ábyrgð notanda

Þú ert vinnsluaðili þeirra gagna sem þú hleður upp í Þjónustu Justikal. Justikal er ekki ábyrgt fyrir persónuupplýsingum sem er hlaðið upp eða komið fyrir með öðrum hætti af notendum m.a. gögn, aðgansbeiðnir, atburðir á tímalínu, athugasemdir við gögn o.fl.

 

Justikal ber ekki ábyrgð á því hvernig notendur safna, vinna, birta, dreifa eða annarri meðferð þeirra með slík gögn.

7. Réttindi þín

 

Einstaklingur á rétt á að fara fram á að fá aðgang að persónuupplýsingum sínum og við ákveðnar aðstæður að láta leiðrétta þær, eyða þeim eða takmarka vinnslu þeirra. Einnig á hann rétt á að andmæla vinnslu og fara fram á að gögn hans séu flutt. Þá hefur einstaklingur rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar.

Þú hefur eftirfarandi réttindi í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna:

 • réttinn til aðgangs og afrit af persónuupplýsingum um þig

 

 • réttinn til að við uppfærum upplýsingar um þig eða leiðréttum ófullkomnar eða rangar upplýsingar um þig

 

 • réttinn til að eyða gögnum („réttinn til að gleymast“)

 

 • réttinn til að takmarka vinnslu gagna um þig

 

 • réttinn til að andmæla vinnslu okkar á upplýsingum („andmælaréttur“)

 

 • réttinn til að leggja fram kvörtun um vinnslu persónuupplýsinga

 

 • réttinn til að flytja gögn

 

 • réttinn til að afturkalla samþykki þitt fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum, svo lengi sem vinnslan er ekki byggð á lagagrundvelli og/eða samningsbundnum ákvæðum.

 

Rétturinn til aðgangs merkir að þú getur hvenær sem er beðið okkur um að staðfesta hvort unnið sé með persónuupplýsingar þínar. Ef svo er áttu rétt til aðgangs að öllum upplýsingum þar að lútandi og upplýsingum um í hvaða tilgangi, að hvaða marki og hverjum þær eru gerðar aðgengilegar, hve lengi við munum vinna með þær, hvort þú átt rétt á að þær verði lagfærðar, þeim eytt, vinnsla þeirra verði takmörkuð eða andmæla vinnslunni, þá áttu jafnframt rétt á að vita hvar við fengum persónuupplýsingarnar.

 

Rétturinn til lagfæringar merkir að þú getur hvenær sem er beðið okkur að lagfæra eða bæta við persónuupplýsingar þínar, séu þær rangar eða ófullgerðar.

Rétturinn til að eyða gögnum merkir að við verðum að eyða persónuupplýsingum þínum ef:

 • ekki er lengur nauðsynlegt að geyma þær í þeim tilgangi sem þeirra var aflað í eða með þær unnið

 

 • vinnslan er ólögmæt

 

 • þú andmælir vinnslunni og ekki eru fyrir hendi lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar rétti þínum

 

 • okkur ber það samkvæmt lagaskyldu

 

 • þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum

 

 

Rétturinn til að takmarka vinnslu merkir að þar til niðurstaða fæst um álitamál í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga þinna verðum við að takmarka vinnslu þeirra.

Rétturinn til að andmæla merkir að þér er heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga þinna sem við vinnum með í tilgangi sem lögmætir hagsmunir okkar standa til.

Þú getur nýtt þér öll réttindi þín með því að hafa samband við okkur á netfangið info@justikal.com.

8. Uppfærslur og breytingar

 

Justikal er heimilt að breyta og uppfæra þessari Persónuverndarstefnu hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma Persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni. Breytingar á Persónuverndarstefnunni öðlast gildi við birtingu uppfærðrar stefnu á vefsíðu Justikal.

 

9. Hafðu samband

 

Ef þú ert með einhverjar spurningar eða athugasemdir vegna Persónuverndarstefnunnar þá endilega hafðu samband við okkur með því að senda tölvupóst á info@justikal.com